föstudagur, mars 19, 2004
Vá, hvað ég hef verið löt að skrifa. Nú er kjöltutölvan mín þó komin í lag eftir langa mæðu, svo ég get loksins skrifað íslenska stafi án mikilla málalenginga. Sit nú við skrifborðið mitt sem er þakið rusli og drasli. Þar á meðal:
Útprentanir ýmiss konar af heimasíðu Ríkisskattstjóra-skattskýrsla í bígerð.
Misheppnuð vefjasýni sem áttu að gefa snilldar mótefnalitanir-gekk ekki.
Upplýsingar um bifreiðatryggingar-já, ég er orðinn bíleigandi!
Í þessu kom inn Frank, þýskur vinur argentínska dýralæknisins Javiers, sem ég vinn með. Frank stendur og hnoðar axlir Javiers sem stynur lágt. Er að spá í hvort ég ætti að pilla mig út á gang-þeir virðast þurfa að vera í einrúmi...gaman að þessu.
Já, aftur að bifreiðinni fögru sem ég er svo stolt af að eiga. Það er Nissan Sunny, vita kraftlaus en traustur (enn sem komið er!). Hann á að heita silfurlitaður en ég sá hann við hliðina á forkunnarfögrum Volvo, einnig silfurlituðum, og áttaði mig þá á að bíllinn minn er meira svona drullupollalitaður. En ég elska hann samt. Enda er ég að hekla púða til að hafa í afturglugganum og á von á XXL loðteningum sem ég pantaði á amerískri vefsíðu. Ég meina, þetta er fyrsti bíllinn minn, um að gera að gera þetta almennilega! Og tillögur að nafni á klárinn eru vel þegnar, í verðlaun er ótakmörkuð gisting á fyrirtaks gistihúsi í hjarta Edinborgar. Engar dónalegar tillögur þó, Ku-Birm Kwon!
Annað-í verkefninu mínu gerast frekar afturfarir en framfarir (Deeza: rétt hjá þér, doktorsnám, pfftsss!). En hins vegar er ég búin að vera með Javier hinum hugummilda í hrossaskoðunum á spítalanum. Hérna ætlum við nefnilega að hoppa um borð í tískulestina Fósturvísaflutninga og framkvæma tvær slíkar aðgerðir í næsta mánuði. Og til þess þarf margar hryssur sem geta tekið á móti litlu fósturvísirunum. Þessar hryssur voru keyptar inn í síðustu viku og við höfum verið að pota í báða enda og öll göt (aðallega tvö þeirra þó) til þess að fullvissa okkur um að þær séu starfinu vaxnar. Og þær eru voða sætar, af Clydesdale kyni, sem er stolt okkar Skota, hávaxnir dráttarklárar með loðna hófa. Og til að toppa það eru þær með yfirvaraskegg, sannkallað Schnurrbart, svona sem snýst upp til endanna. Verð eiginlega að taka mynd af þeim. Get kannski gert heimatilbúið ilmspjald í bílinn minn fagra með íðilfagurri Clydesdale hryssu....mmmm....
|
Útprentanir ýmiss konar af heimasíðu Ríkisskattstjóra-skattskýrsla í bígerð.
Misheppnuð vefjasýni sem áttu að gefa snilldar mótefnalitanir-gekk ekki.
Upplýsingar um bifreiðatryggingar-já, ég er orðinn bíleigandi!
Í þessu kom inn Frank, þýskur vinur argentínska dýralæknisins Javiers, sem ég vinn með. Frank stendur og hnoðar axlir Javiers sem stynur lágt. Er að spá í hvort ég ætti að pilla mig út á gang-þeir virðast þurfa að vera í einrúmi...gaman að þessu.
Já, aftur að bifreiðinni fögru sem ég er svo stolt af að eiga. Það er Nissan Sunny, vita kraftlaus en traustur (enn sem komið er!). Hann á að heita silfurlitaður en ég sá hann við hliðina á forkunnarfögrum Volvo, einnig silfurlituðum, og áttaði mig þá á að bíllinn minn er meira svona drullupollalitaður. En ég elska hann samt. Enda er ég að hekla púða til að hafa í afturglugganum og á von á XXL loðteningum sem ég pantaði á amerískri vefsíðu. Ég meina, þetta er fyrsti bíllinn minn, um að gera að gera þetta almennilega! Og tillögur að nafni á klárinn eru vel þegnar, í verðlaun er ótakmörkuð gisting á fyrirtaks gistihúsi í hjarta Edinborgar. Engar dónalegar tillögur þó, Ku-Birm Kwon!
Annað-í verkefninu mínu gerast frekar afturfarir en framfarir (Deeza: rétt hjá þér, doktorsnám, pfftsss!). En hins vegar er ég búin að vera með Javier hinum hugummilda í hrossaskoðunum á spítalanum. Hérna ætlum við nefnilega að hoppa um borð í tískulestina Fósturvísaflutninga og framkvæma tvær slíkar aðgerðir í næsta mánuði. Og til þess þarf margar hryssur sem geta tekið á móti litlu fósturvísirunum. Þessar hryssur voru keyptar inn í síðustu viku og við höfum verið að pota í báða enda og öll göt (aðallega tvö þeirra þó) til þess að fullvissa okkur um að þær séu starfinu vaxnar. Og þær eru voða sætar, af Clydesdale kyni, sem er stolt okkar Skota, hávaxnir dráttarklárar með loðna hófa. Og til að toppa það eru þær með yfirvaraskegg, sannkallað Schnurrbart, svona sem snýst upp til endanna. Verð eiginlega að taka mynd af þeim. Get kannski gert heimatilbúið ilmspjald í bílinn minn fagra með íðilfagurri Clydesdale hryssu....mmmm....
|