<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 25, 2004

Til þess að vera gjaldgeng í RCVS í London fékk ég meðmæli frá leiðbeinandanum mínum, járnfrúnni Elaine. Meðal þess sem hún skrifaði var að mig einkenndi “Scandinavian openness and honesty”. Er ég sú eina sem sé fyrir mér gruppeknald-senuna í Idioterne? Ég held að orðið “Scandinavian” leiði huga Bretanna beint að nekt og öðrum afslappaðheitum. Vissi ekki að ég hefði þessi áhrif á járnfrúna. Annars er ég svo kræf að fara alltaf í sturtu eftir jógatíma, og það felur í sér að ganga nakin 2 metra yfir að sturtunum. Bretarnir missa þvag yfir þessu hátterni mínu.

|