miðvikudagur, mars 24, 2004
Það tekur ekki langan tíma (eða mikla áreynslu) að sanka að sér titlum hér í Bretaveldi. Nú er ég komin með tvo titla á eftir nafninu mínu og kallast því upp frá þessu DVM, MRCVS. Náði mér í þennan langa í Lundúnum í gær, hjá Royal College of Veterinary Surgeons, en hann þýðir bara að ég sé meðlimur í því ágæta félagi og sé löggildur dýralæknir á Bretlandseyjum. Ætli ég gæti kallað mig MDÍ á Íslandi-meðlimur í Dýralæknafélagi Íslands? En, án alls gamans, þá nota dýralæknar hérna virkilega þennan titil...hrmpfhh!
Titilafhendingin var einföld: Ég þurfti ekki að krjúpa, en ég þurfti að fara með 160 ára gamlan eið og sverja félaginu eilífa hollustu. Svo þurfti ég að borga 240 pund (þykkt búnt af enskum seðlum-þeir vildu ekki “skoska” peninga), sem þeim þótti nú ekki leiðinlegt köllunum. Svo gekk ég út í haglhryðjuna ný og betri (les. merkilegri) manneskja. Lokaathöfnin var svo sú að aðdáendur mynduðu mig með skírteinið fyrir framan Big Ben.
Lundúnaferðin var skemmtileg og margs að minnast sem vekur hlátur og blíð bros hjá ferðalöngunum tveimur. Fyrsta ber að telja rútuferðina aðfaranótt mánudags sem tók átta tíma og bauð upp á sveitta, þvala ferðafélaga, gefandi frá sér megna líkamslykt, slitinn svefn í þriggja kortéra einingum (eða eina svefneiningu upp á 30 mín hjá The Boy”) og áningarstað sem bauð upp á spilakassa, sveittar pylsur og beikon klukkan 3 um nóttina. Vá, hvað mig langaði í svona ferð heim á leið líka, verst að við vorum búin að panta flug til baka. Vorum komin á leiðarenda um 6 leytið og héldum þá af stað í leit að hótelinu. Það var auðvelt að finna og enn betra var að við gátum skráð okkur strax inn og fengið afhent herbergið. Sváfum í þrjá tíma og rifum okkur svo upp til að skoða allt sem skoða þurfti. Flæktumst um í Chinatown til hádegis en ákváðum svo að fara í Camden market. Það var þvílíkur fílingur, sást hass á öðrum hvorum manni og fullt af litlum búðum sem seldu bölvað drasl. Búðareigendurnir voru dónalegustu mannverur sem ég hef fyrir hitt, reyndu hálfgert að þröngva manni til að kaupa eitthvað af þessu rusli sínu. Ég keypti þó jakka og pils af vingjarnlegum kínamanni og svo keypti ég mér sinaskeiðaól eins og mig hefur alltaf langað í, svo nú er spelkan aðeins fyrir virkilega erfið köst. Náunginn sem seldi mér ólina var með syndandi, útúrreykt augu og ég sá eftir því að hafa ekki boðið honum 10 pens eða eitthvað álíka hlægilegt verð, í þessu ástandi getur vel verið að hann hefði samþykkt! Annars er skrýtið með þessa kalla sem eru með sölubása þarna, þeir eru alltaf að “hjálpa” manni með rennilásinn, töluna eða smellurnar. Leyfi mér að efast um að þeir séu bara hjálpsamir!
Þegar við ætluðum að drífa okkur til baka með underground voru truflanir á lestakerfinu og allt stopp svo við enduðum á að ganga í staðinn, sem gerði okkur nú örugglega bara gott. Fórum á Stones in his pockets í leikhúsi um kvöldið, ekki frá því að íslenska útgáfan hafi verið betri, hló alla vega miklu meira á henni. En þetta var fínt og mikil tilhlökkun að komast á hótelið og sofa heila nótt...
...sá draumur rættist þó ekki, vöknuðum við brunabjölluna um þrjúleytið en vorum óþekk og fórum ekki niður á götu eins og átti að gera, heldur biðum eftir að bjallan hætti-vorum þó búin að klæða okkur ef ske kynni. Þannig að við gátum farið að sofa aftur, en djísös hvað við vorum fúl.
Jæja, eftir orðuveitinguna daginn eftir gengum við ofsalega mikið, og fórum t.d í London Eye, sem er mjög stórt og hægfara parísarhjól, okkur stóð ekki alveg á sama og ég fann fyrir smá flökurleika þegar niður var komið.
Svo var heimferðin viðburðalítil, enda flugferð, gekk smurt eins og vera ber. Þess má geta að nefið á mér var fullt af svörtum skít og þegar ég þvoði mér í framan í gærkvöldi kom bara svartur skítur í þvottapokann. Ojoj, London er skítug borg.
Og að lokum, þá skuluð þið vera þakklát fyrir þessa löngu ferðasögu. Þeir sem prófað hafa að rektalisera hryssu með öflugar þarmahreyfingar vita að vélritun er kvöl og pína eftir slíka þolraun.
|
Titilafhendingin var einföld: Ég þurfti ekki að krjúpa, en ég þurfti að fara með 160 ára gamlan eið og sverja félaginu eilífa hollustu. Svo þurfti ég að borga 240 pund (þykkt búnt af enskum seðlum-þeir vildu ekki “skoska” peninga), sem þeim þótti nú ekki leiðinlegt köllunum. Svo gekk ég út í haglhryðjuna ný og betri (les. merkilegri) manneskja. Lokaathöfnin var svo sú að aðdáendur mynduðu mig með skírteinið fyrir framan Big Ben.
Lundúnaferðin var skemmtileg og margs að minnast sem vekur hlátur og blíð bros hjá ferðalöngunum tveimur. Fyrsta ber að telja rútuferðina aðfaranótt mánudags sem tók átta tíma og bauð upp á sveitta, þvala ferðafélaga, gefandi frá sér megna líkamslykt, slitinn svefn í þriggja kortéra einingum (eða eina svefneiningu upp á 30 mín hjá The Boy”) og áningarstað sem bauð upp á spilakassa, sveittar pylsur og beikon klukkan 3 um nóttina. Vá, hvað mig langaði í svona ferð heim á leið líka, verst að við vorum búin að panta flug til baka. Vorum komin á leiðarenda um 6 leytið og héldum þá af stað í leit að hótelinu. Það var auðvelt að finna og enn betra var að við gátum skráð okkur strax inn og fengið afhent herbergið. Sváfum í þrjá tíma og rifum okkur svo upp til að skoða allt sem skoða þurfti. Flæktumst um í Chinatown til hádegis en ákváðum svo að fara í Camden market. Það var þvílíkur fílingur, sást hass á öðrum hvorum manni og fullt af litlum búðum sem seldu bölvað drasl. Búðareigendurnir voru dónalegustu mannverur sem ég hef fyrir hitt, reyndu hálfgert að þröngva manni til að kaupa eitthvað af þessu rusli sínu. Ég keypti þó jakka og pils af vingjarnlegum kínamanni og svo keypti ég mér sinaskeiðaól eins og mig hefur alltaf langað í, svo nú er spelkan aðeins fyrir virkilega erfið köst. Náunginn sem seldi mér ólina var með syndandi, útúrreykt augu og ég sá eftir því að hafa ekki boðið honum 10 pens eða eitthvað álíka hlægilegt verð, í þessu ástandi getur vel verið að hann hefði samþykkt! Annars er skrýtið með þessa kalla sem eru með sölubása þarna, þeir eru alltaf að “hjálpa” manni með rennilásinn, töluna eða smellurnar. Leyfi mér að efast um að þeir séu bara hjálpsamir!
Þegar við ætluðum að drífa okkur til baka með underground voru truflanir á lestakerfinu og allt stopp svo við enduðum á að ganga í staðinn, sem gerði okkur nú örugglega bara gott. Fórum á Stones in his pockets í leikhúsi um kvöldið, ekki frá því að íslenska útgáfan hafi verið betri, hló alla vega miklu meira á henni. En þetta var fínt og mikil tilhlökkun að komast á hótelið og sofa heila nótt...
...sá draumur rættist þó ekki, vöknuðum við brunabjölluna um þrjúleytið en vorum óþekk og fórum ekki niður á götu eins og átti að gera, heldur biðum eftir að bjallan hætti-vorum þó búin að klæða okkur ef ske kynni. Þannig að við gátum farið að sofa aftur, en djísös hvað við vorum fúl.
Jæja, eftir orðuveitinguna daginn eftir gengum við ofsalega mikið, og fórum t.d í London Eye, sem er mjög stórt og hægfara parísarhjól, okkur stóð ekki alveg á sama og ég fann fyrir smá flökurleika þegar niður var komið.
Svo var heimferðin viðburðalítil, enda flugferð, gekk smurt eins og vera ber. Þess má geta að nefið á mér var fullt af svörtum skít og þegar ég þvoði mér í framan í gærkvöldi kom bara svartur skítur í þvottapokann. Ojoj, London er skítug borg.
Og að lokum, þá skuluð þið vera þakklát fyrir þessa löngu ferðasögu. Þeir sem prófað hafa að rektalisera hryssu með öflugar þarmahreyfingar vita að vélritun er kvöl og pína eftir slíka þolraun.
|