föstudagur, mars 05, 2004
Oooohh hvað mér leiðist. Veit ekki af hverju ég var að mæta hér í morgun. Öll verkefnin sem ég ætlaði að takast á hendur í dag hafa dottið upp fyrir, þetta held ég að sé minn óheilladagur, ekkert gengur upp.
Er að reyna að kaupa mér bíl, það gengur ekkert því allar þessar auglýsingar rugla mig alveg og svo þegar ég loksins finn bíl sem ég held að gæti hentað mér þá er ég of feimin til að hringja, veit ekkert hvað ég á að spyrja um og svoleiðis. Og síðan þegar ég loksins tek mig saman og hringi, er búið að selja bílinn! Lúði!
Og svo er ég að gefast upp á þessum bévítans vefjasneiðum, það gengur bölvanlega að skera þær og ég fer í svo vont skap þegar svoleiðis stendur á.
Jæja, það þýði ekki að velta sér upp úr eymdinni! Komið er vor, ég heyri sauðféð jarma hér í högum og stelkurinn hneggjar og vellir í vegköntum. Svo ef ég loka augunum er eins og ég sé bara í Tungunum á fögrum maídegi. I wish!
|
Er að reyna að kaupa mér bíl, það gengur ekkert því allar þessar auglýsingar rugla mig alveg og svo þegar ég loksins finn bíl sem ég held að gæti hentað mér þá er ég of feimin til að hringja, veit ekkert hvað ég á að spyrja um og svoleiðis. Og síðan þegar ég loksins tek mig saman og hringi, er búið að selja bílinn! Lúði!
Og svo er ég að gefast upp á þessum bévítans vefjasneiðum, það gengur bölvanlega að skera þær og ég fer í svo vont skap þegar svoleiðis stendur á.
Jæja, það þýði ekki að velta sér upp úr eymdinni! Komið er vor, ég heyri sauðféð jarma hér í högum og stelkurinn hneggjar og vellir í vegköntum. Svo ef ég loka augunum er eins og ég sé bara í Tungunum á fögrum maídegi. I wish!
|