<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 12, 2004

Ólán!

Ég er svoooo mikill lúði að það hálfa væri nóg! Skemmdi símann minn í gær...búhú. Þeir sem til þekkja vita að ég keypti þennan síma í símabúðinni á Selfossi fyrir einu og hálfu ári af því að gamli síminn dó úr raka í einum af mínum dýralæknatúrum. Svo það lá mikið á að fá nýjan síma, sem var keyptur á fullu verði í áðurnefndu bæjarfélagi. Síminn sem fyrir valinu varð var "Haandværker"síminn frá Nokia, vegna þess að hann er vatns- og höggvarinn.

Nú hefur hann þjónað mér vel síðan, í votu sem þurru veðri og þolað allt sem yfir hann hefur dunið. Þangað til í gærmorgun...

...ég tek strætó 13 mínútur yfir átta á morgnana og er yfirleitt byrjuð að hlaupa 10 mínútur yfir, þó að ég sé vel í tíma, bara svona til að vera viss, því hann á það til að vera of snemma í því. Í gær var ég sem sagt á hlaupum klukkan 8:10 og missti símann. Hlaupin voru að venju óþörf því ég sat og beið eftir strætó í fimm mínútur...arghhhh

Neðsta hornið á skjánum er dautt svo ef fólk vill senda mér sms, ekki senda neitt lengra en tvær línur, því ég get ekki bloody lesið það. Og svo þurfiði að afsaka allar villur sem frá mér koma í smsum, því ég sé heldur ekki helminginn af því sem ég er að skrifa. Kominn tími á nýjan síma? Ég held ekki...þarf að halda þetta út því þvert á það sem Deeza virðist halda á ég ekki endalaust af péning... Pis!

|