þriðjudagur, mars 02, 2004
Jæja, við Guðmundur Hörður komum sjálfum okkur aldeilis á óvart í gær-Gerðum sameiginlega fjárfestingu. Þetta var náttúrulega stórt skref og andleg eftirköst þónokkur. Fram að þessu hafði geisladiskurinn City of God verið það eina sem rimma hefði staðið um, tækjum við upp á því að skilja. En nú bættist espressovél, lítil og nett, á listann. Stukkum bara á tilboð í Sainsbury's án þess að hugsa. Drakk nú úr henni macchiato í morgun og líkaði vel. Nú er bara að nota hana svo maður fái ekki samviskubit!
Annars gerðum við okkur líka ferð í Botanic Garden, þá íkornaparadís. Vissuð þið lesendur góðir að íkornar hafa hljóð? Og þau bara nokkuð snotur! Þannig stóð nefnilega á að nú eru gráu íkornarnir á hormónaflippi og því var stemmningin eins og kortér fyrir þrjú á Klúbbnum, allir að leita sér að maka með brjálæðis- og gredduglampa í augum. Og þeir höfðu sko ekki lágt, litlu krúttin. Það var hálfgert urr sem kom upp úr þeim, sem endaði þó á væmnu nótunum. Þess má geta að þó þetta séu ofsalega sæt og bangsaleg dýr með sinn þétta feld þá er aldeilis hægt að missa framan af fingri fyrir þeirra tilstilli, eins og gamli íkornafóðrarinn í Prince's St. Gardens bar augljós merki. Svo það er eins gott að vera varkár.
Hins vegar sofa rauðu íkornarnir enn, því þeir eru u.þ.b tveimur mánuðum á eftir þeim gráu á fætur á vorin. Fyrir vikið missa þeir af miklu af matarforðanum og standa verr að vígi þegar þeir fara að myndast við að maka sig og koma upp ungum. Þetta ójafnvægi er nokkuð sem gleymdist að taka inn í reikninginn þegar gráu íkornarnir voru fluttir inn til að halda þeim rauðu í skefjum. Því er nú svo komið að gráu íkornarnir eru hálfgerð plága.
|
Annars gerðum við okkur líka ferð í Botanic Garden, þá íkornaparadís. Vissuð þið lesendur góðir að íkornar hafa hljóð? Og þau bara nokkuð snotur! Þannig stóð nefnilega á að nú eru gráu íkornarnir á hormónaflippi og því var stemmningin eins og kortér fyrir þrjú á Klúbbnum, allir að leita sér að maka með brjálæðis- og gredduglampa í augum. Og þeir höfðu sko ekki lágt, litlu krúttin. Það var hálfgert urr sem kom upp úr þeim, sem endaði þó á væmnu nótunum. Þess má geta að þó þetta séu ofsalega sæt og bangsaleg dýr með sinn þétta feld þá er aldeilis hægt að missa framan af fingri fyrir þeirra tilstilli, eins og gamli íkornafóðrarinn í Prince's St. Gardens bar augljós merki. Svo það er eins gott að vera varkár.
Hins vegar sofa rauðu íkornarnir enn, því þeir eru u.þ.b tveimur mánuðum á eftir þeim gráu á fætur á vorin. Fyrir vikið missa þeir af miklu af matarforðanum og standa verr að vígi þegar þeir fara að myndast við að maka sig og koma upp ungum. Þetta ójafnvægi er nokkuð sem gleymdist að taka inn í reikninginn þegar gráu íkornarnir voru fluttir inn til að halda þeim rauðu í skefjum. Því er nú svo komið að gráu íkornarnir eru hálfgerð plága.
|