mánudagur, mars 01, 2004
Já, svo ég svari henni Helenu Evu sem er sætasta litla stelpa sem ég þekki, þá skammast ég mín fyrir að hafa ekki heimsótt hana og foreldra hennar háæruverðuga. Fattaði líka að svona stutt heimsókn væri alveg út í hött, sérstaklega þegar allur tíminn fór í að halda eitt skitið partí. Því verður næsta heimsókn lengri, afslappaðri og ekkert brjálað partí takk, bara matur, bjór og hygge. Hins vegar er fólk jú velkomið hingað yfir til mín anytime they want!
Nú, af afrekum helgarinnar má nefna að ég fékk, ásamt Villa Vill, Magnúsi Eiríks, Pálma Gunnars og Stuðmönnum, alla út á dansgólfið á þorrablótinu á laugardaginn. Meira að segja Sally Magnusson og systur hennar (hmm, veit ekki einu sinni hvað hún heitir...). Svo ég var sko ánægð. Mitt æðsta takmark þetta kvöld var nefnilega að það yrði dansað. Hér í borg er þorrablótið nefnilega búið klukkan tólf, ekkert djamm fram á rauða nótt eins og í Köben. En ég skemmti mér konunglega og allir sem með mér voru. Mun reyna að vísa á myndir af blótinu ef þær verða settar á netið.
Þess má geta, svona fyrir þá sem hafa deilt með mér áhyggjum af þessu tiltekna máli (Tóta ;-)), að hinn tannlausi virðist hafa látið setja upp stifttönn og er það hinn mesti munur.
Á sunnudaginn var svo bara afslappelsi, ætluðum að skoða Botanical Gardens í góða veðrinu en þar var búið að loka, svo við gengum um það huggulega hverfi og fórum svo á kaffihús. Þegar við komum heim um kvöldmatarleitið dauðþreytt áttum við eftir að skúra teiknistofuna (erum með svolitla kvöldvinnu hjá arkitektunum sem við leigjum hjá) og rétt höfðum það af og svo skriðum við upp í ból.
Gerum aðra tilraun við grasagarðinn í dag, ætlum að fá lánaðan bílinn hjá Limmu.
|
Nú, af afrekum helgarinnar má nefna að ég fékk, ásamt Villa Vill, Magnúsi Eiríks, Pálma Gunnars og Stuðmönnum, alla út á dansgólfið á þorrablótinu á laugardaginn. Meira að segja Sally Magnusson og systur hennar (hmm, veit ekki einu sinni hvað hún heitir...). Svo ég var sko ánægð. Mitt æðsta takmark þetta kvöld var nefnilega að það yrði dansað. Hér í borg er þorrablótið nefnilega búið klukkan tólf, ekkert djamm fram á rauða nótt eins og í Köben. En ég skemmti mér konunglega og allir sem með mér voru. Mun reyna að vísa á myndir af blótinu ef þær verða settar á netið.
Þess má geta, svona fyrir þá sem hafa deilt með mér áhyggjum af þessu tiltekna máli (Tóta ;-)), að hinn tannlausi virðist hafa látið setja upp stifttönn og er það hinn mesti munur.
Á sunnudaginn var svo bara afslappelsi, ætluðum að skoða Botanical Gardens í góða veðrinu en þar var búið að loka, svo við gengum um það huggulega hverfi og fórum svo á kaffihús. Þegar við komum heim um kvöldmatarleitið dauðþreytt áttum við eftir að skúra teiknistofuna (erum með svolitla kvöldvinnu hjá arkitektunum sem við leigjum hjá) og rétt höfðum það af og svo skriðum við upp í ból.
Gerum aðra tilraun við grasagarðinn í dag, ætlum að fá lánaðan bílinn hjá Limmu.
|