<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 09, 2004

Hmmm...við virðumst vera hér stödd meira úti í sveit en ég áttaði mig á, því í gær fórum við í göngutúr hérna upp í skóg og rákumst á nautgripi af Highland cattle kyninu-þessar rauðhærðu með síðan feld og risavaxin horn. Þetta voru ungneyti sem bitu sinu í mestu makindum á afgirtu túni sem reyndar var á hlið og vinalegt skilti sem merkti gönguleið þvert yfir túnið. Það var víst eins gott að við fórum ekki blint eftir skiltunum því þetta er með mannýgustu nautgripum sem fyrir finnast. Annars voru þeir voða sætir greyin.

Fór og skoðaði bíl í gær. Nissan Sunny, leist svo sem ágætlega á og gerði tilboð. Svo er bara að halla sér aftur og láta hann svitna...eða missa gripinn í hendurnar á einhverjum öðrum. Eigandinn var mjög sómalegur, eiginlega um of, svona ofurnákvæm fjöldamorðingjatýpa, enda voru stórir brúnir blettir í skottinu. Datt í hug morðsófinn sem Hafdís og Tobbi keyptu í Góða hirðinum. Múhúhahaha.

|