miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Vóvóvó hvað er langt síðan ég síðast reit hér línu. Og mikið vatn hefur síðan til sjávar runnið. Jæja, ætli ég reyni ekki að skrifa þetta í sæmilega einfaldri orðaröð...
Sneri til baka frá Danmörku á mánudaginn og var þá búin að næla mér í berkjubólgu og kvefpest auk almennrar ferðaþreytu. Drattaðist þó í vinnu í gær og sat það af mér til 3 er ég fór niður í bæ og hitti Guðmund til að sjá Hans Blix halda fyrirlestur í McEwan Hall sem er rosa flottur hátíðarsalur Edinborgarháskóla. Ég var svo hrædd um að fá ekki sæti svo ég stakk upp á því að mæta þremur kortérum til klukkutíma fyrr en þetta átti að byrja, en uppskar vantrú og var sagt að það væri nú einum of. Svo þegar við mættum um hálftíma fyrr var múgur og margmenni á torginu fyrir framan bygginguna, löng biðröð sem hlykkjaðist eins og ormur fram og til baka eftir torginu. Minnti mig á fólksfjöldann sem beið eftir að sjá jarðneskar leifar Ingiríðar drottningar í Christiansborg slotskirke eftir að hún dó rétt fyrir jólin 2000. Þessi fagra röð sem Bretarnir höfðu trúfastir skapað fór nú fljótlega forgörðum fyrir tilstilli Kana nokkurra sem ákváðu að ryðjast bara þvert á allt skipulagið. Jæja, við komumst þó inn og fengum ágætis sæti. Ég heyrði útundan mér að rúmlega þúsund manns sætu í McEwan Hall og að annað þúsund stæði fyrir utan og þyrfti frá að hverfa.
Þarna inni voru staddir Edinborgarar af ýmsum gerðum. Nokkur öldruð pör, mishölt og misslitin, fullt af ungum háskólaborgurum auðvitað og svo allir aktívistarnir sem þekktust á löngu, ógreiddu hári, reykelsislykt, litríkum fötum og húmmus-storknu skeggi. Á torginu fyrir utan var líka verið að dreifa mótmælaseðlum og hvatningum til að mæta á flokksfund Verkamannaflokksins í Inverness til að mótmæla Tony Blair og öllu því sem hann er að bardúsa.
Nú, þegar Hans Blix mætti kvað við lófatak og hann hélt fyrirlestur um það hvernig hindra mætti útbreiðslu kjarnavopna. Hann var ekki afgerandi í neina eina átt, var mjög dipló og virtist vera mjög fínn gamall kall. Reyndar komumst við að því að hann er sænskur, bæði höfðum við haldið að hann væri Norðmaður-hvaðan það kom veit ég ekki. Nú, eftir fyrirlesturinn tók hann við spurningum úr salnum. Fyrstur var dónalegur bandarískur aktívisti sem sagðist heita Gandalf og var með sítt grátt hár og skegg. Þó ekki eins fínn eins og Ian MacKellen. Hann spurði og Blix svaraði á mjög kontrolleraðan hátt og lét ekki of mikið uppi um sínar persónulegu skoðanir. Næstur spurði einhver skoskur aktívisti sem sagðist vera atvinnulaus. Hann hefur líklega reykt allt of mikið hass og borðað of mikið tófú um ævina því spurning hans hljóðaði svo: "Þegar tvær þjóðir hatast svo mikið að þær eru tilbúnar til að þróa gereyðingarvopn hvor á móti annarri, er þá ekki svarið að kenna þeim að elska hvor aðra?" Vá, maður, í hvaða draumaheimi lifir þú, hefurðu heyrt um væmnu risaeðluna Barney? En Hans kallinn svaraði þessu bara eins og hver annar góðlátur afi og tók svo næstu spurningu. Þetta var vel af sér vikið fannst mér. Svo Hans Blix er bara fínn kall held ég sem lætur ekki hlaupa neitt með sig.
Hvað varðar Köbenferð, þá fannst mér eins og ég hefði aldrei farið neitt og byggi hvergi annars staðar. Var farin að hugsa á dönsku á nótæm og var jafnvel hálfhrædd um að komast ekki inn í enskuna þegar ég sneri aftur. Náði ekki að kaupa allt það sem ég ætlaði að kaupa eða hitta alla sem ég ætlaði að hitta en hjálpaði Tine að halda brjálað partí á laugardeginum og taka til eftir það á sunnudeginum...fegin að komast aftur í hversdagslífið hér í Edinborg.
|
Sneri til baka frá Danmörku á mánudaginn og var þá búin að næla mér í berkjubólgu og kvefpest auk almennrar ferðaþreytu. Drattaðist þó í vinnu í gær og sat það af mér til 3 er ég fór niður í bæ og hitti Guðmund til að sjá Hans Blix halda fyrirlestur í McEwan Hall sem er rosa flottur hátíðarsalur Edinborgarháskóla. Ég var svo hrædd um að fá ekki sæti svo ég stakk upp á því að mæta þremur kortérum til klukkutíma fyrr en þetta átti að byrja, en uppskar vantrú og var sagt að það væri nú einum of. Svo þegar við mættum um hálftíma fyrr var múgur og margmenni á torginu fyrir framan bygginguna, löng biðröð sem hlykkjaðist eins og ormur fram og til baka eftir torginu. Minnti mig á fólksfjöldann sem beið eftir að sjá jarðneskar leifar Ingiríðar drottningar í Christiansborg slotskirke eftir að hún dó rétt fyrir jólin 2000. Þessi fagra röð sem Bretarnir höfðu trúfastir skapað fór nú fljótlega forgörðum fyrir tilstilli Kana nokkurra sem ákváðu að ryðjast bara þvert á allt skipulagið. Jæja, við komumst þó inn og fengum ágætis sæti. Ég heyrði útundan mér að rúmlega þúsund manns sætu í McEwan Hall og að annað þúsund stæði fyrir utan og þyrfti frá að hverfa.
Þarna inni voru staddir Edinborgarar af ýmsum gerðum. Nokkur öldruð pör, mishölt og misslitin, fullt af ungum háskólaborgurum auðvitað og svo allir aktívistarnir sem þekktust á löngu, ógreiddu hári, reykelsislykt, litríkum fötum og húmmus-storknu skeggi. Á torginu fyrir utan var líka verið að dreifa mótmælaseðlum og hvatningum til að mæta á flokksfund Verkamannaflokksins í Inverness til að mótmæla Tony Blair og öllu því sem hann er að bardúsa.
Nú, þegar Hans Blix mætti kvað við lófatak og hann hélt fyrirlestur um það hvernig hindra mætti útbreiðslu kjarnavopna. Hann var ekki afgerandi í neina eina átt, var mjög dipló og virtist vera mjög fínn gamall kall. Reyndar komumst við að því að hann er sænskur, bæði höfðum við haldið að hann væri Norðmaður-hvaðan það kom veit ég ekki. Nú, eftir fyrirlesturinn tók hann við spurningum úr salnum. Fyrstur var dónalegur bandarískur aktívisti sem sagðist heita Gandalf og var með sítt grátt hár og skegg. Þó ekki eins fínn eins og Ian MacKellen. Hann spurði og Blix svaraði á mjög kontrolleraðan hátt og lét ekki of mikið uppi um sínar persónulegu skoðanir. Næstur spurði einhver skoskur aktívisti sem sagðist vera atvinnulaus. Hann hefur líklega reykt allt of mikið hass og borðað of mikið tófú um ævina því spurning hans hljóðaði svo: "Þegar tvær þjóðir hatast svo mikið að þær eru tilbúnar til að þróa gereyðingarvopn hvor á móti annarri, er þá ekki svarið að kenna þeim að elska hvor aðra?" Vá, maður, í hvaða draumaheimi lifir þú, hefurðu heyrt um væmnu risaeðluna Barney? En Hans kallinn svaraði þessu bara eins og hver annar góðlátur afi og tók svo næstu spurningu. Þetta var vel af sér vikið fannst mér. Svo Hans Blix er bara fínn kall held ég sem lætur ekki hlaupa neitt með sig.
Hvað varðar Köbenferð, þá fannst mér eins og ég hefði aldrei farið neitt og byggi hvergi annars staðar. Var farin að hugsa á dönsku á nótæm og var jafnvel hálfhrædd um að komast ekki inn í enskuna þegar ég sneri aftur. Náði ekki að kaupa allt það sem ég ætlaði að kaupa eða hitta alla sem ég ætlaði að hitta en hjálpaði Tine að halda brjálað partí á laugardeginum og taka til eftir það á sunnudeginum...fegin að komast aftur í hversdagslífið hér í Edinborg.
|