<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Í gærkvöldi eignuðumst við G okkar eigið fótboltalandslið...Manchester City. Við horfðum á leikinn einungis af því að Íslendingur gekk til liðs við þá og átti að spila sinn fyrsta leik með þeim í gær. Og vá hvað við lifðum okkur inn í þennan leik og allt sem Íslendingurinn gerði. Við engdumst um af spennu, hlógum og grétum á víxl. G var jafnvel farinn að tala um fótboltaliðið sem "við". Seinni hálfleikur æsispennandi með það sem fréttamaðurinn kallaði "double save of the season" hjá Íslendingnum Arason. Enda var pilturinn (the kid, eins og félagar hans kölluðu hann í lok leiks) valinn maður leiksins með 51% atkvæða. Vá maður. Og ég sem er ekki fótboltaáhugamanneskja-bjargaði þessu reyndar að skoruð voru 7 mörk í leiknum!

Hmmm...næst verð ég farin að vitna í Effemm og segja sögur af Sport kaffi og Players, Kópavogi.

Sá um daginn kynningu á bíómynd sem ég hlakka til að sjá og grunar að ég eigi eftir að sjá nokkrum sinnum með Bödda yfir poppi og Guinnes. Þetta er myndin Starsky and Hutch, en í henni leika þrjú af sameiginlegum átrúnaðargoðum okkar systkina. Fyrstan skal telja Ben Stiller sem hefur líkamsbyggingu sem ætti í raun ekki að vera hægt og er auk þess fyndinn í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur. Með honum leikur Owen Wilson sem er ekki síðri, sá Wilson bræðra sem hefur vangefnara nef og ekki skemmir það fyrir honum blessuðum. Þessir tveir voru aðal í Zoolander, þeirri snilli. Og rúsínan (eða súkkulaðimolinn) í pylsuendanum er DeeODoubleGee, Snoop hinn ómótstæðilegi pimp. Já, þetta verður augnakonfekt, léttur seventísfílingur yfir þessu öllu, stór yfirvaraskegg og míkrófónahár. YUMMY!

|