föstudagur, febrúar 13, 2004
Jibbí, vorið er farið að gera vart við sig í Edinborg. Í morgun gekk ég út á stoppistöð í indælu veðri og fuglasöng, umkringd glaðlegum litlum íkornum sem voru í óðaönn að gera vorhreingerninguna eftir vetrardvalann. Páskaliljurnar eru í breiðum við heimreiðina og að því komnar að springa út. Vetrargosarnir að klára sig og krókusarnir að taka við. Djísös hvað ég hlakka til að dvelja í þessum garði í sumar. Yndislegt! Fuglarnir flautuðu línurnar úr hinu indæla Bítlalagi "Blackbird", svo ég geri ráð fyrir að þarna hafi einmitt verið blackbirds á ferð ásamt nokkrum litlum glóbrystingum og hvað þetta heitir allt saman. En, gleði ríkir í mínu hjarta yfir komu vorsins.
Gleðst ég einkum yfir yfirvofandi för til Köben þar sem búið er að plana ferð á skólabarinn góða, brunch með pigerne, innflutningspartí hjá Tine og catching up með Diljá. Ég er farin að fá fiðring í magann, sérstaklega nú þegar ég er búin að fá leyfi frá leiðbeinandanum Elaine til að fara. Ég veit ekki hvað það er við kellu, en hún fær mann til að líða eins og skordýri með taugahnoð í stað heila. Þannig að það er mikið afrek að hafa þorað að spyrja hana og fá jákvætt svar, jibbí!
Hins vegar get ég ekki tekið þátt í þessu Valentínusaræði sem hér ríkir. Pöbbar hafa vikum saman auglýst hver í kapp við annan að þeir taki borðapantanir fyrir þetta laugardagskvöld í febrúar. En rómó, sitja á reykmettuðum pöbb, þar sem sólin nær aldrei að skína sökum kámugra glugga og sótugra veggja og háma í sig feitar pylsur og kartöflustöppu, skola öllu niður með pintavís af lager. Þá er aldeilis hægt að halda heim og njóta ásta!
|
Gleðst ég einkum yfir yfirvofandi för til Köben þar sem búið er að plana ferð á skólabarinn góða, brunch með pigerne, innflutningspartí hjá Tine og catching up með Diljá. Ég er farin að fá fiðring í magann, sérstaklega nú þegar ég er búin að fá leyfi frá leiðbeinandanum Elaine til að fara. Ég veit ekki hvað það er við kellu, en hún fær mann til að líða eins og skordýri með taugahnoð í stað heila. Þannig að það er mikið afrek að hafa þorað að spyrja hana og fá jákvætt svar, jibbí!
Hins vegar get ég ekki tekið þátt í þessu Valentínusaræði sem hér ríkir. Pöbbar hafa vikum saman auglýst hver í kapp við annan að þeir taki borðapantanir fyrir þetta laugardagskvöld í febrúar. En rómó, sitja á reykmettuðum pöbb, þar sem sólin nær aldrei að skína sökum kámugra glugga og sótugra veggja og háma í sig feitar pylsur og kartöflustöppu, skola öllu niður með pintavís af lager. Þá er aldeilis hægt að halda heim og njóta ásta!
|