miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Eitt gleður mig alltaf á minni löngu strætóferð á morgnana. Ójá, það fær mig til að gleyma unglingunum stórhættulegu á efri hæðinni og setur bros á mitt svefnþrungna andlit. Þetta er hið þrautseiga "Lollipop-people" sem hefur fyrir starfa að standa á götuhörnum eldsnemma á morgnana í neongulum frökkum og með meðfærilegt stoppskilti í hendi (þar af nafnið Lollipoplady/-man) til þess að hleypa litlu skólabörnunum öruggum yfir götuna. Flestir lollipopmannanna eru smáir og aldnir-minna mig svolítið á sköllótta kallinn í Benny Hill. Og þeir eru bara ótrúlega sætir kallarnir. Verst að ég get ekki nýtt mér þjónustu þeirra, enginn slíkur á mínu götuhorni.
Í strætó í morgun var unglingsstelpa að skemmta öllum strætó með vasadiskóinu sínu (vá hvað ég er leiðinleg, skorpin og gömul...nei annars, þetta er ekkert meint á neikvæðum nótum...) og var greinilega að hlusta á nýja safndiskinn hans Michael Jackson, sem naut einmitt gífurlegra vinsælda hér í Bretlandi fyrir jól. Hún var að hlusta á hið afleita stuðlag "Bad" og þá rifjaðist upp fyrir mér orðið "Chamone" sem þetta freak of nature notar óspart, einkum í þessu lagi. Í hinum stórskemmtilega sjónvarpsþætti Bo'selecta var Michael einmitt leikinn snilldarlega af Arvid Merrion og hann hrópaði einmitt Chamone! í öðru hverju orði, gjarnan með viðbótinni "Motherf****r". Hvað skyldi þetta orð þýða? Uppástungur vel þegnar.
Og að lokum, ætla aðeins að vitna í merka Kóreska mastersritgerð sem ég fann uppi í hillu á skrifstofunni minni (hvað hún er að gera hér veit ég ekki). Þetta lítur voða vel út, bundið í harðspjöld og prentað á handgerðan hrísgrjónapappír. Auk þess hafa herlegheitin verið undirrituð með kóresku letri, stimpluð og innsigluð. Fór þó í verra þegar ritið er lesið, því enskan á því er afskaplega bág. Því verð ég að segja hér að bókin er oft verri en spjöldin. Kemur hér lítil tilvitnun í kaflann "Materials and methods":
"The animals were retrieved from its cage, place in a tared beaker and determine its weight. An appropriate dose of anesthetics were calculated, and manually restrain the animal."
Æji...það hefði verið svo einfalt að láta einhvern lesa þetta yfir. Skammastu þín, Ku-Birm Kwon!
|
Í strætó í morgun var unglingsstelpa að skemmta öllum strætó með vasadiskóinu sínu (vá hvað ég er leiðinleg, skorpin og gömul...nei annars, þetta er ekkert meint á neikvæðum nótum...) og var greinilega að hlusta á nýja safndiskinn hans Michael Jackson, sem naut einmitt gífurlegra vinsælda hér í Bretlandi fyrir jól. Hún var að hlusta á hið afleita stuðlag "Bad" og þá rifjaðist upp fyrir mér orðið "Chamone" sem þetta freak of nature notar óspart, einkum í þessu lagi. Í hinum stórskemmtilega sjónvarpsþætti Bo'selecta var Michael einmitt leikinn snilldarlega af Arvid Merrion og hann hrópaði einmitt Chamone! í öðru hverju orði, gjarnan með viðbótinni "Motherf****r". Hvað skyldi þetta orð þýða? Uppástungur vel þegnar.
Og að lokum, ætla aðeins að vitna í merka Kóreska mastersritgerð sem ég fann uppi í hillu á skrifstofunni minni (hvað hún er að gera hér veit ég ekki). Þetta lítur voða vel út, bundið í harðspjöld og prentað á handgerðan hrísgrjónapappír. Auk þess hafa herlegheitin verið undirrituð með kóresku letri, stimpluð og innsigluð. Fór þó í verra þegar ritið er lesið, því enskan á því er afskaplega bág. Því verð ég að segja hér að bókin er oft verri en spjöldin. Kemur hér lítil tilvitnun í kaflann "Materials and methods":
"The animals were retrieved from its cage, place in a tared beaker and determine its weight. An appropriate dose of anesthetics were calculated, and manually restrain the animal."
Æji...það hefði verið svo einfalt að láta einhvern lesa þetta yfir. Skammastu þín, Ku-Birm Kwon!
|