þriðjudagur, janúar 27, 2004
Sheila, sem ég deili skrifstofu með, ræktar litla, másandi, loðna, gjabbandi kjölturakka sem heita stórum nöfnum. Og hún virðist vera í stjórn einhvers hundaræktunarklúbbs því hún talar í klukkutíma á dag við hina hundaræktendurna um fundarstörf og reglugerðir. Og ég er að verða brjáluð á því! Það er ekki hægt að sitja og skrifa með þetta í bakgrunni. Þess vegna er ég nú að skrifa þetta bull í stað þess að fylla út styrkumsóknina sem ég ætti að vera að klára. Farðu nú að hætta þessu doggyblaðri kona!!
|
|