<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Og auðvitað aðalmálið: Bergþór Már stóri bróðir minn er þrítugur í dag. Það held ég að hann gleðjist í hjarta sínu sem annars staðar, þar sem líkami hans nálgast sífellt hans aldna hug í aldri. Óska ég honum innilega til hamingju með áfangann og vona að hann skemmti sér ærlega yfir honum í afmælisveislunni. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Og því miður get ég ekki sett inn mynd af honum á þessa síðu en ég hef hans fögru ásjónu í huganum í dag.

Kossar kæri bróðir til þín og þíns fólks

|