miðvikudagur, janúar 21, 2004
Loksins komið eitthvað niður á blað. Spurði Elaine ráða og hún lét mig náttúrulega fara niður úr gólfinu úr skömm yfir því að vera til. En það fæddi þó af sér eina A4 síðu, svo nú á ég bara eftir að undirbúa hvað ég ætla að segja og hvernig og undirbúa rektaliseríngarkúrsinn sem ég á að kenna í fyrramálið. Hjálpi mér nú allir heilagir að gera mig ekki að algjöru fífli og komast klakklaust í gegnum glímuna við fróðleiksþyrsta nemendur sem eru með handlegginn uppi í merarrassi. Og ég sem er ekki búin að öðlast sérmerkta gallann enn, hvað þá stáltárskóna. Get sem sagt ekki skýlt mér bak við einkennisbúninginn á morgun. Ristilkrampinn aðeins farinn að gera vart við sig enda búin að drekka heila könnu af kaffi og í tómu rugli. Framhald fylgir...
|
|