<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Jæja, heldur hefur maður haft hægt um sig um jólin. Þetta hefur verið viðburðarríkur tími, þó ég hafi ekki skrifað. Hins vegar verð ég svo andlaus eitthvað og aumingjaleg um hátíðarnar að ég kem mér ekki að nokkrum sköpuðum hlut, og þá allra síst að því að blogga. Enda eru lesendur mínir sumir farnir að vera með kjafthátt af einskærum pirringi.

Framtaksleysi mitt yfir jólin hefur skilið eftir sig slóð af brotnum loforðum og því brotin hjörtu líka. Rembist nú við að reyna að bæta fyrir það með sykursætum tölvusendingum til hinna sviknu öðlinga. Leiðbeinandinn minn, Elaine með steinhjartað, kom inn á skrifstofuna mína áðan og rukkaði mig um árangur sem ég engan veginn gat sýnt, en talaði mig fimlega út úr því og er nú að gera allt það sem ég átti löngu að vera búin að gera.

Æ, það er svo sem gott að koma aftur í rútínuna sína. Ánægð með nýju íbúðina mína sem er hrein snilld og hlakka til að koma mér fyrir þar. Svo hlakka ég til á fimmtudaginn að fá ástmöginn í flugpósti.

Jæja, ég er búin að stimpla mig inn í nýja árið, nú er bara að horfa í kringum sig svo ég hafi einhverjar mannlífssögur að segja á næstunni. Cheerio!

|