<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Hva, það líður bara vika milli færslna hjá mér...þarf að fara að standa mig betur í þessu. Áttaði mig á því á mánudaginn að ég á að skila annarskýrslu á föstudaginn og koma fyrir matsnefnd til að segja þeim hvernig hefur gengið og hversu langt ég er komin með þetta. Fékk sjokk og heilinn hætti að virka. Búin að vera plöguð af áhyggjum án þess að vita nákvæmlega hvers vegna. Settist svo niður í gær og skrifaði lista yfir það sem ég á eftir að gera og leið aðeins betur. Þannig að ég ætla að skila fallegustu skýrslu í heimi og massa þessa matsnefnd.

Ofan í þessar áhyggjur þarf ég nú að hafa áhyggjur af rektalíseringatímunum sem ég á að aðstoða við einu sinni í viku. Felast þeir í því að leiðbeina örmum stúdentum (sem ég hef á tilfinningunni að viti ekkert mikið minna en ég sjálf) í því hvernig á að þreifa eggjastokka og leg mera í gegnum endaþarminn. Og það er einmitt þetta aktívitet sem fólki finnst svo spennandi í kringum dýralækningarnar. Fyrsta spurningin sem maður fær er alltaf hvort maður hafi prófað, en svo trúir fólk aldrei svarinu!

Nú jæja, en dýralæknirinn sem kennir kúrsinn ætlaði að leyfa mér að æfa mig svolítið en hann virðist ætla að ganga á bak orða sinna svo ég verð að mæta óæfð. En plúsinn við þetta allt er að ég fæ stáltárskó og rosa flottan dýralæknagalla með nafninu mínu á, on the house.

Svo er skipið með kössunum mínum komið og ég ætti að fá þá heim í næstu viku. Það verður nú gaman.

Frétti annars að Maggi Frístæl hefði haldið partí ársins í tilefni af þrítugsafmælinu. Leitt að missa af því, en nærvera mín hefði líklega valdið einhvers konar fun overloadi svo það var eins gott.

|