<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Dimmt og drungalegt vetrarkvöld nýlega var barið þungum höggum á virkishurðina heima hjá okkur. Enginn heima á neðri hæðinni svo ég fann mig knúna til að ansa. Mætti mér fölur og fár unglingspiltur sem kastaði á mig kveðjunni: "It's OK, I am not going to rob you or anything". Hóf hann svo ræðu allítarlega um líf sitt fram að þessu og ástæðu heimsóknar hans. Hann var sem sagt ungur afbrotamaður (útskýrir vissulega þessa afgerandi kveðju) sem var í endurhæfingarprógrammi á vegum borgarinnar. Fólst endurhæfingin í því að hann gekk milli húsa og bauð fólki kústa, moppur og ýmis önnur hreingerningarverkfæri til sölu. Með þessu átti hann svo að vinna sér inn punkta og "goodwill" og halda svo glaður og nýr maður út í lífið. Af hverju datt engum í hug að senda sólbaðsstofunauðgarann upp í Rekstrarvörur í endurhæfingu? Eða ennþá betra: hann hefði getað gengið milli húsa og boðið upp á vörur úr Svenson bæklingnum fornfræga. Það gefur auga leið að þessi aðferð hlýtur að vera sú besta í bransanum, illvígustu heljarmenni gerast ljúfir sem lömb-100% guaranteed árangur!

|