<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 03, 2003

Vá, ég þarf að reyna að muna hvað hefur gerst síðan á laugardaginn...

...barðist við slagveðrið á laugardagskvöldið til að hitta nokkrar íslenskar hræður sem ég hafði aldrei hitt áður, náttúrulega brjálæði. En þetta var voða fínt, talaði lungann úr kvöldinu við bróður Guðrúnar Helgadóttur frá Blómsturvöllum, fyrrv. Forseta Alþingis, og hann sagði mér sögur af Hafnarfirði. Þarna var líka Stefán sem fékk tíu í meðaleinkunn úr Háskólanum í sumar en ég talaði ekki við hann. Ég held að ég sé búin að sjá í gegnum þennan góða árangur í stærðfræðinni, hann hefur selt djöflinum úr sér aðra framtönnina og er þar aðeins að sjá ginnunga gap í dag. Eftir samkomuna fékk ég mér einn pint með Sólveigu. Þar hittum við tvo Skota og ég sló yfir í skoskuna. Annar þeirra bjó meira að segja í Livingston, þar sem ég einmitt eyddi fyrstu mánuðum ævi minnar.

Sunnudagurinn fór í þýskan jólamarkað með Sólveigu (ég veit, say no more!).

Ég var að fatta að ég get verið með svo góða samvisku að það er ótrúlegt. Þarf ekki lengur að láta mér líða illa yfir því að klára ekki af disknum, því nágranni minn er fátækt barn frá Afríku og ég sé persónulega um það að hún svelti ekki. Hingað til hefur fóðrið aðallega verið edik, sítrónusafi og brauð en það er af því að henni finnst það svo gott. Alla vega kemur hún Nureep á dyrnar hjá mér hvað eftir annað og fær lánað en skilar svo ekki því sem hún fékk lánað. Kannski er þetta eitthvað strákofadæmi, þannig að ég á að koma yfir og fá lánaðan bróður hennar í staðinn, en ég er nú ekkert að æsa mig yfir þessu, bara mjög fyndið að fylgjast með henni. Hún er líka á stanslausu rápi og alltaf að þvo þvott eins og ég hef minnst á áður. Það eru bara ekki allir eins, og Nureep er langminnst eins af okkur fjórum sem búum í húsinu.

Smá athugasemd: Sá í fréttunum í gær að afleiðingar 11.septembers væru enn að koma í ljós. Það virðist vera að hefð sem eftirlifandi slökkviliðsmenn New York héldu á lofti valdi persónulegum hörmungum. Þannig er að margir þeirra sem eftir lifðu fengu "úthlutað" eiginkonu látins félaga til að styðja hana í gegnum lífið, alla vega svona fyrst um sinn. Eins konar "buddy" system eins og í "Lífsleikni" í grunnskólunum. Nú vill ekki betur til en svo að einhverjir þessara manna hafa yfirgefið eiginkonur sínar og hafa tekið saman við "buddy" eiginkonuna. Þetta kerfi virðist nú ekki alveg virka, gæti þurft smá fíntjúnníngu...

...nú var dýralæknir í Argentínu að bjóða mér að koma þangað að krukka í einhverjar merar. Call me crazy, en ég bara nenni því ekki, mér finnst nógu flókið að fara til Vínar að krukka í merar. En það kemur nú ekki að þessu fyrr en í sumar eða haust, svo nógur tími til að arranséra einhverju öðru.

|