<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 09, 2003

Hvað skyldi það þýða að dreyma sláturgerð? Dreymdi Gunnu í sveitinni á kafi í blóði og mör. Við ræddum bókmenntir af miklum móð og hrærðum í slátrinu...

Í gær hófst þáttaröð í sjónvarpinu sem ég er búin að bíða spennt eftir. Hún kallast Bodyshock og er um vanskapnað ýmiss konar, eitthvað fyrir mig! Í gær var fjallað um "Foetus in foetu" sem er þegar vanskapaður tvíburi lokast inni í hinum tvíburanum snemma á meðgöngu og nærist á honum. Það var sýndur sjö ára drengur sem leit út fyrir að vera óléttur því hann var með tvíburann sinn í kviðnum. Þetta var náttúrulega dramatíserað voða mikið, en það sem mér fannst verst var að vanskapnaðurinn sem var tekinn innan úr drengnum var alltaf sýndur í móðu, eins og maður þyldi ekki að sjá þetta. Reyndar var hann svo sýndur í allri sinni dýrð seint í þættinum, þegar var búið að undirbúa áhorfendur með fræðslu um ástandið. Þetta var samanbrotinn bolti með útlimi, frumstætt andlit og meira að segja pung. En hárið hafði greinilega vaxið því þetta var mesta flókatrippi með sítt svart hár. Ojbarasta!

|