miðvikudagur, desember 10, 2003
Beta drottning hefur nóg að gera við orðuveitingar. Þessu er ekki safnað saman og allar orður veittar á nýársdag eins og heima, heldur er hún alltaf veitandi orður. Ekki nema von að einn neitaði að taka við þessu um daginn, og Lennon skilaði sinni! Maður er greinilega ekkert sérstakur þó maður fái Orðu breska heimsveldisins, því það þarf ekkert sérstakt til. Í dag var það náunginn sem skoraði sigurmarkið í rugby-úrslitaleiknum þegar Englendingar urðu heimsmeistarar um daginn. Hvað varð um fólkið sem sýnir hugrekki, fórnfýsi og hetjulund áratugum saman? Nú er nóg að vera heimskt vöðvatröll sem veltist um í drullunni með hinum vöðvatröllunum. Beta þó!
|
|