<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Allnighter #2

Góðan daginn lömbin mín, nú er klukkan 7.28 að morgni og ég hef ekkert farið í bólið. Lenti í því í gær að Elaine krafðist þess að sjá hjá mér niðurstaðnakaflana og ég neyddist því (sem var bara gott) til þess að pússa þá til og setja inn myndir og svona. Nú er svo komið að ég er alveg að verða búin með þá alla og ætti að geta skilað þeim inn á borð til hennar nú í morgunsárið.
Ég lenti annars í því í fyrrinótt að glaðvakna klukkan hálffjögur og finnast ég endilega þurfa að fara að skrifa eitthvað. Sat uppi við dogg í rúminu með fartölvuna og skrifaði þessi lifandis ósköp
í um klukkustund, eða þar til mér var orðið óglatt af þreytu. Verst er að ég hef ekki hugmynd um hvað ég var að skrifa og hef enn ekki fundið það í tölvunni. Kannski bætti ég inn bölvaðri þvælu í innganginn sem ég finn ekki fyrr en líður að vörninni...hver veit? En þetta bendir nú alla vega til þess að ég hafi verið hálfgert í draumalandi við þessa iðju!

Jæja, Elaine bíður
Tschüss!

|