<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 22, 2007

Sailing By

Alltaf eftir fréttirnar á miðnætti á BBC Radio 4 er útvarpssagan endurtekin. Það er afskaplega huggulegt að sofna við lestur á BBC ensku og væri ég til í það á hverju kvöldi. Einn stór hængur er þar á, því eftir útvarpssöguna taka við shipping news, eða "veðrið á miðunum". Nú væri ekki síðra að sofna út frá "Faeroes, South-East Iceland. Variable becoming westerly 3 or 4, increasing 5 or 6 in west, veering northerly later. Slight or moderate. Showers. Good" en hins vegar er kynningarlag þessa dagskrárliðs viðurstyggðin "Sailing By". Ég fyllist skelfingu þegar lestri útvarpssögunnar lýkur og ég veit að nú á ég á hættu að gubba úr viðbjóði. Svefnhöfginni léttir samstundis og ég rýk fram úr til þess að slökkva áður en ég heyri þverflauturnar sem spila óríentalska tónstiga og eiga líklega að tákna merl hafsins og bylgjur sem hníga og rísa. Þegar þetta hefur staðið í nokkrar sekúndur taka svo við fiðlustrengir sem ómþýtt spila laglínuna sem er algjör lagleysa. Ég get ekki lýst þessu betur en þetta, en þetta lag er algjör hroði.

Jæja, verð að rjúka á fund.
Góða nótt.
C

|