<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 15, 2007

Drukkið sig í svefn

Í þessum skriftaham sem ég er nú á ég afskaaaplega erfitt með að sofna á kvöldin. Í gærkvöldi var ég búin að "lege grillkylling", þ.e. velta mér stanslaust, tímunum saman án þess að geta sofnað og brá því á það ráð þegar klukkan var að verða tvö að fara fram og ná mér í viskítár og fara með upp í rúm. Sat og sötraði Speyside og horfði á Green Wing undir sæng og var því orðin mátulega þreytt klukkan þrjú til þess að geta sofnað. Kannski ætti ég bara að nota mér af þessum aukatímum í sólarhringnum til þess að vinna vinnuna mína frekar en að sitja í eins manns kojufylleríi?

|