sunnudagur, september 25, 2005
Vó, loksins tek ég mig saman í andlitinu og það var helst vegna þess að deeza "klukkaði" mig. Þurfti ég þá að kynna mér hvað í klukkinu fælist-virðist eiga að skrifa 5 obskjúr staðreyndir um sjálfa mig og svo klukka einhvern annan. Það mun reynast erfitt...að klukka einhvern sko, því ég þekki svo fáa í netheimum og þeir hafa nú þegar verið klukkaðir. Þekki bara "raunmanneskjur". Sjáum til. First things first.
1. Ég verð ósjaldan sein í vinnuna þessa dagana því ég verð að lesa öll dagblöðin áður en ég legg af stað. Er svo rosa svekkt þegar ég kem heim að vera búin að lesa þau.
2. Ég er málfarsfasisti og þoli ekki að auglýsingastofur og dagblöð fái að vaða uppi óritskoðuð. Ég meina: "spyrðu dýralæknirinn í Garðheimum"...aaarghhh!
3. Ég segi sjaldan ljót orð og ef það gerist er það helst þegar ég er undir stýri.
4. Ég er skepnuglögg-þekki á fimmta hundrað skepna með nafni.
5. Mig langar stundum rosalega til að stofna stjórnmálaflokk sem myndi einkennast af forsjárhyggju, boðum og bönnum. Af því ég er besserwisser.
Nú verð ég bara að klukka eina netverjann sem ég þekki sem hefur ekki verið klukkaður: Gúnda Grænmeti. Vonandi að ég hitti á hann í góðu skapi og þá er aldrei að vita nema hann svari kallinu.
|
1. Ég verð ósjaldan sein í vinnuna þessa dagana því ég verð að lesa öll dagblöðin áður en ég legg af stað. Er svo rosa svekkt þegar ég kem heim að vera búin að lesa þau.
2. Ég er málfarsfasisti og þoli ekki að auglýsingastofur og dagblöð fái að vaða uppi óritskoðuð. Ég meina: "spyrðu dýralæknirinn í Garðheimum"...aaarghhh!
3. Ég segi sjaldan ljót orð og ef það gerist er það helst þegar ég er undir stýri.
4. Ég er skepnuglögg-þekki á fimmta hundrað skepna með nafni.
5. Mig langar stundum rosalega til að stofna stjórnmálaflokk sem myndi einkennast af forsjárhyggju, boðum og bönnum. Af því ég er besserwisser.
Nú verð ég bara að klukka eina netverjann sem ég þekki sem hefur ekki verið klukkaður: Gúnda Grænmeti. Vonandi að ég hitti á hann í góðu skapi og þá er aldrei að vita nema hann svari kallinu.
|